top of page

Skáldverk

Viðar hefur staðið eins og klettur við hlið Díu sinnar í öllum þeim erfiðleikum sem hafa dunið á henni. Og þegar hann býður henni í unaðslega skemmtisiglingu um Karíbahafið þarf hún ekki að hugsa sig lengi um – jafnvel þótt ferðin sé handavinnuferð og hún hafi tíu þumalfingur. Mál fara þó að flækjast þegar dularfull og daðurgjörn kona úr fortíð Viðars skýtur óvænt upp kollinum á skipinu og fær Díu til að líta samband þeirra nýjum augum.
 

Ása Marin er orðin vel þekkt fyrir heillandi ferðaskáldsögur sínar sem segja frá óvæntum ævintýrum á framandi slóðum. Nú sláumst við í för með henni um Karíbahafið, með sínu litríka mannlífi, gómsæta mat og höfugu rommkokteilum. 

sjavarharta1.png

Þegar Sunna og Ársól fá bréf frá móður sinni sem segist vera við dauðans dyr á Spáni bregðast þær ólíkt við; Ársól vill drífa sig út en Sunna fyllist tortryggni. Ekkert í sambandi mæðgnanna er einfalt og fortíðin lituð vonbrigðum og sársauka. Þó verður úr að systurnar og Barbara, gömul vinkona móðurinnar, drífa sig til Andalúsíu. Það sem þar tekur við kemur öllum jafnmikið á óvart og smám saman átta þær sig á að nýir vinir skipta mun meira máli en gamlar syndir.

 

 Í Elsku sólir er þremur ólíkum konum fylgt um heillandi náttúru og líflegar borgir svo lesanda finnst hann sjálfur vera þar í glampandi sól með sangríu í glasi.

"Ása Marin lýsir þessu spænska héraði á ljóslifandi hátt og er snillingur í að fara með lesendur í áhugavert ferðalag. ... Persónusköpunin er góð, aðal persónurnar þrjár eru mjög trúverðugar. Systrasambandið einkennist af mikilli spennu en augljósri væntumþykju sömuleiðis. ... Elsku Sólir er bók sem tilvalin er að taka með í fríið – hvort sem það er páskafrí eða sumarfrí. Nú eða fara í frí í huganum, og jafnvel þá með sangríuglas í hönd, enda fer lesanda að þyrsta í drykkinn við lesturinn!"

- Sæunn Gísladóttir, Lestrarklefinn

 

elskusolirMOcup_edited.png
yfirhalfanhnottinn_trans.png

Yfir hálfan hnöttinn er skálduð ferðasaga eftir Ásu Marin sem áður hefur meðal annars sent frá sér Veg vindsins um pílagrímsgöngu eftir Jakobsveginum. Hér fer saman spennandi saga og framandi umhverfi þar sem fólkið er áhugavert, náttúran fögur og maturinn gómsætur.

Júlía situr í flugvél á leið til Víetnam. Tók skyndiákvörðun um að elta hugboð. Tilfinningu. Vonandi verður tekið á móti henni með bónorði. Eða var Ari nokkuð að segja henni upp með miðanum sem hann skildi eftir á eldhúsbekknum rétt fyrir tíu ára sambandsafmælið?

"Ása Marin skrifar á aðgengilegan hátt og lesandinn gleymir algjörlega hvar hann er. Í huganum er hann að borða pho með Júlíu, skoða ómetanleg menningarverðmæti og engjast í ástarsorg."

"Ég gleymdi mér algjörlega við lesturinn og í ferðalaginu til Víetnam. Eftir lesturinn get ég sagt með fullri vissu að Víetnam er komin á listann yfir lönd sem vert er að heimsækja. Yfir hálfan hnöttinn er fullkominn sumarsmellur!"

 

- Katrín Lilja, Lestrarklefinn

 

Þar sem vegir vinds og stjarna mætast.

Þegar hrist er upp í veröld Elísu kaupir hún sér göngusandala og flugmiða og stingur af. Stuttu síðar er hún komin að landamærum Frakklands og Spánar með bakpokann sinn, dýrlingana Jakob og Kristófer og eina hörpuskel.
 

Á Jakobsveginum kynnist Elísa skrautlegum pílagrímum, konum með svuntur og skilningsríkum heimamönnum. Á leiðinni kemst hún líka að því að hver verður með sjálfum sér lengst að fara.

 

"Ása Marin skrifar á aðgengilegan hátt og lesandinn gleymir algjörlega hvar hann er. Í huganum er hann að borða pho með Júlíu, skoða ómetanleg menningarverðmæti og engjast í ástarsorg.."

„Vel skrifuð bók, létt og skemmtileg en þó með alvarlegum undirtóni.“

–Anna Lilja Þórisdóttir

vegurvindsins_2trans.png

Fyrir sjö vikum stóð Þórkatla á sama stað. Horfði ofan í opna jörð og tók við faðmlögum. Heyrði huggunarorð án þess að hlusta og þakkaði fólki fyrir án þess að meina það. Horfði ofan í opna jörð á kistulok sem huldi það líf sem hún þekkti.

Alda er látin. Hún virðist hafa framið sjálfsmorð en fólkið sem stendur henni næst á erfitt með að trúa því. Sagan fléttar saman líf nokkurra einstaklinga sem allir tengjast Öldu og hafa ólíka sýn á líf hennar og dauða.

 

 „Og aftur deyr hún er stutt saga sem skiptist í stutta kafla þar sem þriðju persónu sögumenn miðla sögunni. Sjónarhornið flakkar á milli persóna sem hver þekkti í raun aðeins sinn hluta af hinni látnu og með því að leggja saman þeirra sjónarhorn fáum við lesendur mynd af manneskju sem er þó fjarri því að vera heil því enn er mörgum spurningum ósvarað um hver við erum, hver þekkir okkur, hvern þekkjum við og hvernig er okkar upplifun af okkur sjálfum og öðru fólki í samhengi við raunveruleikann, ef hann er þá til sem eitthvað áþreifanlegt og óumbreytanlegt."


-Brynhildur Björnsdóttir, Fréttablaðið

„Falleg, einlæg og sorgleg."

–Goodreads

afturdeyr_trans.png
bottom of page