Skáldverk

yfirhalfanhnottinn_trans.png

Yfir hálfan hnöttinn er skálduð ferðasaga eftir Ásu Marin sem áður hefur meðal annars sent frá sér Veg vindsins um pílagrímsgöngu eftir Jakobsveginum. Hér fer saman spennandi saga og framandi umhverfi þar sem fólkið er áhugavert, náttúran fögur og maturinn gómsætur.

Júlía situr í flugvél á leið til Víetnam. Tók skyndiákvörðun um að elta hugboð. Tilfinningu. Vonandi verður tekið á móti henni með bónorði. Eða var Ari nokkuð að segja henni upp með miðanum sem hann skildi eftir á eldhúsbekknum rétt fyrir tíu ára sambandsafmælið?

 

Þar sem vegir vinds og stjarna mætast.

Þegar hrist er upp í veröld Elísu kaupir hún sér göngusandala og flugmiða og stingur af. Stuttu síðar er hún komin að landamærum Frakklands og Spánar með bakpokann sinn, dýrlingana Jakob og Kristófer og eina hörpuskel.
 

Á Jakobsveginum kynnist Elísa skrautlegum pílagrímum, konum með svuntur og skilningsríkum heimamönnum. Á leiðinni kemst hún líka að því að hver verður með sjálfum sér lengst að fara.

 

 Ása Marin skrifar listilega um leit einstaklingsins að djúpri sátt í Vegi vindsins. Bókin tjáir skýrt vanda nútímamannsins gagnvart trú. Fólk þolir ekki skinhelgi en leitar samt hins heilaga. Fólk vill ekki úrelta lífsafstöðu en þráir að undur lífsins sé dýpra og stærra en krónur, klink og hlutir. Krabbinn í sögunni er tákn um kreppu karla og kvenna samtímans. Við erum á leið lífsins en með æxli hið innra, í leit að lækningu. Hvernig getum við fengið lausn vandans? Hvað er heilagt og hvernig kemur það okkur við?"


-Séra Sigurður Árni Þórðarson

„Vel skrifuð bók, létt og skemmtileg en þó með alvarlegum undirtóni.“

–Anna Lilja Þórisdóttir

vegurvindsins_2trans.png

Fyrir sjö vikum stóð Þórkatla á sama stað. Horfði ofan í opna jörð og tók við faðmlögum. Heyrði huggunarorð án þess að hlusta og þakkaði fólki fyrir án þess að meina það. Horfði ofan í opna jörð á kistulok sem huldi það líf sem hún þekkti.

Alda er látin. Hún virðist hafa framið sjálfsmorð en fólkið sem stendur henni næst á erfitt með að trúa því. Sagan fléttar saman líf nokkurra einstaklinga sem allir tengjast Öldu og hafa ólíka sýn á líf hennar og dauða.

 

 „Og aftur deyr hún er stutt saga sem skiptist í stutta kafla þar sem þriðju persónu sögumenn miðla sögunni. Sjónarhornið flakkar á milli persóna sem hver þekkti í raun aðeins sinn hluta af hinni látnu og með því að leggja saman þeirra sjónarhorn fáum við lesendur mynd af manneskju sem er þó fjarri því að vera heil því enn er mörgum spurningum ósvarað um hver við erum, hver þekkir okkur, hvern þekkjum við og hvernig er okkar upplifun af okkur sjálfum og öðru fólki í samhengi við raunveruleikann, ef hann er þá til sem eitthvað áþreifanlegt og óumbreytanlegt."


-Brynhildur Björnsdóttir, Fréttablaðið

„Falleg, einlæg og sorgleg."

–Goodreads

afturdeyr_trans.png