Ása Marin
rithöfundur /ljóðskáld / heimshornaflakkari
writer /poet / globetrotter

About Ása Marin
Ása Marin is a certified primary school teacher from Hafnarfjörður, Iceland.
She is currently on an extended leave from teaching, though she admits to missing the daily interaction with Icelandic teenagers. During this period, she has focused her energy on writing, traveling, developing educational material in Icelandic and pursuing creative projects.
Her interest in literature began at a young age, when she started writing poetry and diary entries. At the age of ten she thought it was a great idea to piece together some clumsy rhymes about her sister and submit them to the children’s section of the national newspaper, Morgunblaðið, revealing whom her sister had a crush on (rhymes that not all family member were impressed by).
At the age of sixteen, she joined Ljóðdrekar, a poetry group at Verzlunarskólinn, where she developed her poetic voice under the guidance of Þórður Helgason.
Ása Marin has since published two collections of poetry and contributed to numerous anthologies. She later turned her attention to longer forms of writing, producing seven novels in addition to short stories published in collaborative works.
Since 2013, she has combined her literary background with her teaching experience by writing educational materials for middle and upper secondary school.
Outside of her professional work, Ása Marin enjoys reading extensively, traveling the world and getting to know different culture. Watching great stories told in films and TV, shaking it in dance fitness class with zero shame, watching football while knitting the typical lopapeysa (Icelandic wool sweaters) and spending time with friends and family.
Um Ásu Marin
Ása Marin er grunnskólakennari að mennt og hafnfirskur fjörfiskur. Þessi misserin er hún í takmarkalausu fríi frá kennslu með fráhvarfseinkenni sökum þess að hitta ekki daglega unglinga landsins, sem henni finnst upp til hópa snillingar. Í stað þess að kenna situr hún við skriftir, ferðast um heiminn sem fararstjóri og skrifar námsefni í íslensku.
Í frístundum öskrar hún raddböndin í ræmur yfir tuðrusparki, dansar af sér sokkana á síðkvöldum, les heilu fjöllin af skáldsögum og nýtur samverustunda með vinum og ættingjum.
Hún byrjaði að skrifa ljóð og gelgjulegar dagbókarfærslur á unga aldri. Tíu ára fannst henni góð hugmynd að böðla saman leirburði um systur sína og senda í barnablað Morgunblaðsins. Þannig varð fyrsti útgefni kveðskapur hennar opinberun á því hverjum systir hennar var skotin í, kveðskapur sem fór misvel í fjölskyldumeðlimi. Sextán ára gerðist hún Ljóðdreki í Verzlunarskólanum, ljóðahópur sem naut leiðsagnar Þórðar Helgasonar. Þar breyttist leirburðurinn í ljóð og hún fékk trú á því að myndmál, ljóðræna og leikur að orðum væri henni í blóð borinn. Hún hefur gefið út tvær ljóðabækur auk þess að eiga ljóð í fjölmörgum safnritum.
Eftir námskeið hjá Þorvaldi Þorsteinssyni og Hlín Agnarsdóttur daðraði hún við lengri texta og hefur í framhaldi skrifað fjölda skáldsagna og einnig smásögur sem birtust í safnriti með öðrum.
Frá árinu 2013 hefur hún einnig sameinað rithæfni sína og kennaramenntun og skrifað námsefni fyrir mið- og unglingastig.
I'm a paragraph. Click here to add your own text and edit me. It's easy.